Íslensk nöfn með merkingu
Mörg íslensk nöfn hafa áhugaverða merkingu — sum tengjast náttúrunni, önnur goðafræðinni, og enn önnur lýsa jákvæðum eiginleikum. Hér eru dæmi um vinsæl nöfn og merkingu þeirra.
Við höfum merkingu skráða fyrir 2774 nöfn í gagnagrunninum.
Stúlkunöfn með merkingu
- Anna
Nafn þetta kemur frá hebreska orðinu Channa sem merkir náð.
- Guðrún
Nafn þetta er myndað af forliðnum "Guð" sem merkir guð, - goð og viðliðnum "rún" sem merkir dulin, - vinur í raun.
- Kristín
Nafn þetta er komið af latneska orðinu "christiana" sem merkir sú sem fylgir Kristi.
- Sigríður
Nafn þetta er myndað af forliðnum "Sig" sem leiddur er af nafnorðinu "sigur" og viðliðnum "ríður" sem merkir falleg, - umhygglusöm.
- Margrét
Nafn þetta er fengið af gríska nafninu "Margarites" sem var leitt af nafnorðinu "margaron" sem merkir perla. Einnig má segja að nafn þetta sé sett saman úr nafnorðinu "mar" sem merkir sær og viðliðnum "grét" í merkingunni tár. Margrét merkir því tár hafsins, - perla.
- Helga
Nafn þetta er komið af lýsingarorðinu "heilagur".
- Sigrún
Nafn þetta er myndað af forliðnum "Sig" sem leiddur er af nafnorðinu "sigur" og viðliðnum "rún" sem merkir dulin, - vinur í raun.
- Ingibjörg
Nafn þetta er sett saman af forliðnum "Ingi" sem merkir konungur, - konungborinn og viðliðnum "björg" sem merkir hjálp, - að bjarga.
- María
Nafn þetta er komið úr biblíunni og hefur verið talið merkja hin fagra.
- Jóhanna
Nafn þetta er komið úr biblíunni og er leitt af hebreska orðinu "johanan" sem merkir Drottinn er náðugur.
- Katrín
Nafn þetta er fengið af gríska orðinu "katharós" sem merkir hreinn, - hin hreina.
- Elín
Nafn þetta er norræn mynd nafnsins Helena sem merkir hin bjarta.
- Hildur
Nafn þetta er fengið af nafnorðinu "hildur" sem merkir orrusta, - valkyrja, - bardagi.
- Eva
Nafn þetta er komið úr biblíunni og þýðir það líf, - sú sem gefur líf. Eva er fyrsta konan og hún og Adam eru þau sem allir menn eru komnir af skv. biblíunni.
- Sara
Nafn þetta er fengið úr biblíunni og merkir hefðarkona, - prinsessa.
Drengjanöfn með merkingu
- Jón
Nafn þetta er stytting á nafninu "Jóhannes" sem merkir Guð er náðugur.
- Sigurður
Nafn þetta er fengið af fornháþýska nafninu "Sigwart" sem er myndað af forliðnum "Sig" sem merkir sigur og viðliðnum "wart" sem merkir vörður, verndari.
- Guðmundur
Nafn þetta er myndað af forliðnum "Guð" sem merkir guð, - goð og viðliðnum "mundur" sem merkir vernd, - vörn, - gjöf.
- Sigríður
Nafn þetta er myndað af forliðnum "Sig" sem leiddur er af nafnorðinu "sigur" og viðliðnum "ríður" sem merkir falleg, - umhygglusöm.
- Gunnar
Nafn þetta er myndað af forliðnum "Gunn" sem merkir orrusta og viðskeytinu "ar" sem merkir hermaður.
- Ólafur
Nafn þetta er víxlmynd við fornnorræna nafnið "Áleifur" sem er samsett af forliðnum "Anu" sem merkir forfaðir og viðliðnum "laibar" sem merkir afkomandi, - erfingi.
- Einar
Nafn þetta er myndað af forliðnum "Ein" sem merkir einn, - mjög, - afar og viðliðnum "ar" sem merkir hermaður. Einar er því sá sem berst einn, - einherji.
- Kristján
Nafn þetta er komið af latneska nafninu "Christiánus" sem merkir kristinn maður.
- Magnús
Nafn þetta er komið af latneska orðinu "magnus" sem merkir mikill.
- Stefán
Nafn þetta er komið af gríska orðinu "stéphanos" sem merkir kóróna.
- Jóhann
Nafn þetta er stytting á nafninu "Jóhannes" sem merkir Guð er náðugur.
- Arnar
Nafn þetta er myndað af forliðnum "Arn" sem merkir örn eða heimili og viðskeytinu "ar"
- Björn
Bjarndýr
- Árni
Fuglinn örn.
- Aron
Nafn úr biblíunni. Aron var bróðir Móse og talsmaður hans. Nafnið líklega af hebreskum uppruna "has-on" sem merkir hinn sterki.
Af hverju skiptir merking máli?
Margir foreldrar vilja velja nafn sem hefur persónulega merkingu eða tengist ættarsögu. Nafn með fallegri merkingu getur fylgt barninu alla ævi og gefið því sérstaka tengingu við sögu eða gildi.
Skoða fleiri nöfn með merkingu
Þetta er aðeins úrval. Opnaðu hvaða nafn sem er í listanum til að sjá hvort merking sé skráð: