Ýmir
Drengjanafn Samþykkt
Mismunandi hugmyndir eru uppi um uppruna og merkingu þessa nafns. Sumir vilja meina að það tengist sögninni "ymja" sem merkir að umla, - hljóða en aðrir að það merki jötunn í goðafræðinni. Ýmir var mestur jötna, líkt og Óðinn var æðstur ása. Óðinn og bræður hans drápu Ými og gerðu úr honum heiminn, beinin og tennurnar urðu að fjöllum og firnindum, blóðið að sjónum, hárið að skógi, höfuðkúpan að himinhvolfinu og heilinn að skýjum.
334
einstaklingar
Úrskurður mannanafnanefndar
engin dagsetning
Fallbeyging
| Nf. | Ýmir |
| Þf. | Ými |
| Þgf. | Ými |
| Ef. | Ýmis |
Fjöldi með nafn
208
Fyrsta nafn
126
Annað nafn
334
Samtals
Fjöldi einstaklinga óháð kyni